Fótbolti

Albert átti stoðsendingu í sigri AZ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Albert fagnar marki með AZ
Albert fagnar marki með AZ vísir/getty
Albert Guðmundsson lagði upp eitt marka AZ Alkmaar í 3-1 sigri á Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Groningen missti tvo leikmenn af velli í leiknum.

Heimamenn í Groningen skoruðu fyrsta markið á 25. mínútu en gestirnir jöfnuðu tveimur mínútum síðar.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks var mikið um dramatík. Deyoraiso Zeefuik fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Oussama Idrissi. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu stuttu seinna en Ritsu Doan mistókst að skora úr vítinu.

Á 76. mínútu skoraði Fredrik Midtsjo glæsilegt mark eftir sendingu Alberts og kom Alkmaar yfir. Eftir markið áttu Albert og Ajdin Hrustic í einhverjum orðaskiptum og hlutu báðir gult spjald fyrir. Hrustic var hins vegar á gulu spjaldi fyrir og fékk því að líta rauða spjaldið, Groningen tveimur mönnum færri síðasta korterið í leiknum.

Adam Maher tryggði sigur gestanna með marki á 90. mínútu.

Alkmaar er með 11 stig í 5. sæti deildarinnar eftir 6 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×