Íslenski boltinn

Hipólito fær ekki nýjan samning hjá Fram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pedro Hipolito hefur stýrt Fram í síðasta skipti
Pedro Hipolito hefur stýrt Fram í síðasta skipti vísir/ernir
Pedro Hipólito mun ekki stýra liði Fram í Inkasso deild karla að ári. Knattspyrnudeild Fram ætlar ekki að endurnýja samninga við Portúgalann.

Hipólito tók við liði Fram um mitt sumar 2017 eftir að Ásmundi Arnarsson lét af störfum. Fram endaði í níunda sæti Inkasso deildarinnar bæði síðasta sumar og þetta tímabil, en lokaumferð deildarinnar fór fram í gær.

Í tilkynningu á heimasíðu Fram segir að rekstur Fram hafi verið þungur. „Rekstrarumhverfi félaga í knattspyrnu á Íslandi er umhugsunarefni og mun erfiðara er að fá fjármagn en áður til að halda úti öflugu liði. Það þarf því að huga vel að öllum fjárhag og skuldbindingum.“

Þar segir einnig að Framarar ætli að byggja lið sitt á ungum og efnilegum Frömurum, innan frá og til framtíðar. 

Ólafur Brynjólfsson, aðstoðarþjálfari Hipólito, mun einnig láta af störfum hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×