Fótbolti

PSV vann stórleikinn og trónir á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lozano fagnar marki sínu í dag
Lozano fagnar marki sínu í dag vísir/getty
PSV er með fullt hús stiga á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sigur á Ajax í stórleik helgarinnar þar í landi.

Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar og Ajax hefði getað tekið toppsætið af PSV með sigri.

Það fór þó ekki svo og voru heimamenn í PSV ekki lengi að gera út um leikinn.

Gaston Pereiro skoraði fyrir PSV eftir 21. mínútu og Luuk de Jong tvöfaldaði forystuna aðeins þremur mínútum seinna.

Hirving Lozano kláraði svo leikinn fyrir PSV undir lok fyrri hálfleiks.

Ajax reyndi hvað þeir gátu að ná að koma marki í leikinn og reyna endurkomu en það tókst ekki, 3-0 lokatölur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×