Fótbolti

Beckham vill að Zidane stýri nýja liðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zidane og Beckham spiluðu saman hjá Real Madrid á árunum 2003-07
Zidane og Beckham spiluðu saman hjá Real Madrid á árunum 2003-07 vísir/getty
Zinedine Zidane gæti verið á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun taka við stöðu knattspyrnutjóra hjá Inter Miami, nýja félagsliðinu hans David Beckham.

Zidane hætti sem knattspyrnustjóri Real Madrid örfáum dögum eftir að hafa stýrt þeim til sigurs í Meistaradeild Evrópu í vor.

Undanfarnar vikur hefur Zidane mikið verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United þar sem ekki er talið víst að Jose Mourinho endist út tímabilið.

Breska blaðið Guardian greinir hins vegar frá því í dag að Zidane hafi rætt við fyrrum liðsfélaga sinn hjá Madrid, David Beckham, um að taka við stjórn félagsins sem sá síðarnefndi er að stofna í MLS deildinni.

Inter Miami mun ekki hefja keppni í MLS deildinni fyrr en árið 2020 og félagið er enn ekki komið með heimavöll. Það er því lítið sem Zidane hefur til þess að stýra eins og er, en Beckham stefnir hátt með félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×