Enski boltinn

Messan: „Frábær“ Jorginho lykillinn að velgengni Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jorginho er allt í öllu á miðjunni hjá Chelsea
Jorginho er allt í öllu á miðjunni hjá Chelsea vísir/getty
Þegar Maurizio Sarri fór frá Napólí til Chelsea í sumar tók hann með sér miðjumanninn Jorginho. Hann hefur heillað marga með frammistöðum sínum fyrir Chelsea, þar á meðal sérfræðinga Messunnar á Stöð 2 Sport.

Ríkharð Óskar Guðnason sagðist vera „ja, eiginlega ástfanginn,“ af Jorginho sem stýrir umferðinni á miðjunni hjá Chelsea.

„Hann er frábær þessi náungi,“ tók Jón Kaldal, einn sérfræðinga þáttarins, undir. „Ég horfði töluvert á Napólí í fyrra og hreifst mjög af honum.“

„Hann er ein af lykilástæðunum fyrir því að Sarri hefur komið svona sterkur inn í deildina.“

Jorginho var lykilmaður í liði Napólí undir stjórn Sarri, liði sem heillaði mikið á síðasta tímabili. Í sumar var í spilunum að hann væri á leið til Manchester City.

„Það endaði þannig að stjórnarmenn Manchester City voru brjálaðir og sögðust aldrei ætla að versla við Napólí aftur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×