Innlent

Vignir nýr formaður Ungra Pírata

Atli Ísleifsson skrifar
Einar Hrafn Árnason, Valborg Sturldóttir, Vignir Árnason, Sigmundur Þórir Jónsson, Sophia Kistenmacher og Hjalti Björn Hrafnkelsson. Á myndina vantar Gamithru Marga.
Einar Hrafn Árnason, Valborg Sturldóttir, Vignir Árnason, Sigmundur Þórir Jónsson, Sophia Kistenmacher og Hjalti Björn Hrafnkelsson. Á myndina vantar Gamithru Marga. Mynd/Ólafur Hrafn Halldórsson
Vignir Árnason var kjörinn formaður Ungra Pírata á aðalfundi félagsins í Hinu húsinu um helgina.

Í tilkynningu frá félaginu segir að skýrsla stjórnar hafi þar verið kynnt, öðrum fundarstörfum sinnt og síðan gengið til kosninga í stjórn. Vignir Árnason, Valborg Sturludóttir, Sigmundur Þórir Jónsson, Gamithra Marga, Hjalti Björn Hrafnkelsson og kosin í stjórn félagsins og Sophia Kistenmacher og Einar Hrafn Árnason varamenn. Á fundinum var síðan Vignir kosinn formaður.

Þá segir að eftirfarandi viljayfirlýsing nýkjörinnar stjórnar Ungra Pírata var verið samþykkt á fundinum. „Við í stjórn Ungra Pírata hvetjum stjórnvöld til að lækka kosningaaldur í sveitastjórnarkosningum niður í 16 ár. Við skorum líka á stjórnvöld að búa þannig um að auðveldara sé fyrir ungt fólk á að kaupa sína fyrstu eign eða leigja. Við hvetjum jafnframt ungt fólk til að láta til sín taka í samfélaginu og minnum á að allir stjórnarfundir sem og aðrir fundir Ungra Pírata eru opnir öllum almenningi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×