Andfúlum tröllum kennt um frestun á árshátíð stjórnarráðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 12:40 Starfsmaður ráðuneytisins ber kennsl á tröllin sem stálu árshátíðinni. Árshátíð stjórnarráðsins verður haldin þann 6. apríl 2019 eða hálfu ári eftir fyrirhugaðan árshátíðardag, þann 6. október næstkomandi. Sú dagsetning hugnaðist ekki ráðherrum í ríkisstjórninni og var því ákveðið að slá árshátíðinni á frest. Fréttablaðið greindi frá því í morgun og sagðist hafa heimildir fyrir óánægju meðal starfsfólks og ákvörðunin væri umdeild.Í framhaldinu virðist blaðið hafa komist á snoðir um athyglisvert myndband sem var í birtingu á YouTube. Árshátíð stjórnarráðsins er skipulögð af ólíkum ráðuneytum ár hvert. Í ár var komið að mennta- og menningarmálaráðuneytinu og átti að fagna þann 6. október. Þannig vill til að þan dag eru tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra eru sagðar hafa ákveðið að fresta árshátíðinni. Í framhaldinu virðist hafa verið tekin sú ákvörðun að snúa frestuninni upp í grín. Framleiðsluteymið Beit, skipað þeim Herði Þórhallssyni og Þorsteini Roy Jóhannssyni, framleiddi myndbandið. Söguþráðurinn er í stuttu máli þannig að eftir langan og strangan undirbúning árshátíðarinnar er henni komið fyrir í kassa merktum 6. október. Kassanum er svo stolið af tröllum en starfsmaður ráðuneytisins bar kennsl á tröllin. Sagði hann þau hafa verið mjög andfúl líkt og þau hefðu borðað tíu kíló af grænmetisbuffum úr mötuneytinu. Á öðrum myndum voru ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir.Björn Malmquist, fréttamaður RÚV, er í aðalhlutverki í myndbandinu sem fréttamaður að flytja tíðindi af þjófnaðinum. Þá kemur Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri við sögu. Myndbandið, sem er um fjögurra mínútna langt, virðist hafa verið sett á YouTube þann 4. september en aðeins aðgengilegt þeim sem eru með slóðina á myndbandið. Það finnst ekki í leit á vefnum. Fréttastofa spurði Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins, út í myndbandið. Hún ætlaði að kanna málið og hafa samband við fréttastofu.Uppfært klukkan 13:19Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Árshátíð stjórnarráðsins verður haldin þann 6. apríl 2019 eða hálfu ári eftir fyrirhugaðan árshátíðardag, þann 6. október næstkomandi. Sú dagsetning hugnaðist ekki ráðherrum í ríkisstjórninni og var því ákveðið að slá árshátíðinni á frest. Fréttablaðið greindi frá því í morgun og sagðist hafa heimildir fyrir óánægju meðal starfsfólks og ákvörðunin væri umdeild.Í framhaldinu virðist blaðið hafa komist á snoðir um athyglisvert myndband sem var í birtingu á YouTube. Árshátíð stjórnarráðsins er skipulögð af ólíkum ráðuneytum ár hvert. Í ár var komið að mennta- og menningarmálaráðuneytinu og átti að fagna þann 6. október. Þannig vill til að þan dag eru tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra eru sagðar hafa ákveðið að fresta árshátíðinni. Í framhaldinu virðist hafa verið tekin sú ákvörðun að snúa frestuninni upp í grín. Framleiðsluteymið Beit, skipað þeim Herði Þórhallssyni og Þorsteini Roy Jóhannssyni, framleiddi myndbandið. Söguþráðurinn er í stuttu máli þannig að eftir langan og strangan undirbúning árshátíðarinnar er henni komið fyrir í kassa merktum 6. október. Kassanum er svo stolið af tröllum en starfsmaður ráðuneytisins bar kennsl á tröllin. Sagði hann þau hafa verið mjög andfúl líkt og þau hefðu borðað tíu kíló af grænmetisbuffum úr mötuneytinu. Á öðrum myndum voru ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir.Björn Malmquist, fréttamaður RÚV, er í aðalhlutverki í myndbandinu sem fréttamaður að flytja tíðindi af þjófnaðinum. Þá kemur Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri við sögu. Myndbandið, sem er um fjögurra mínútna langt, virðist hafa verið sett á YouTube þann 4. september en aðeins aðgengilegt þeim sem eru með slóðina á myndbandið. Það finnst ekki í leit á vefnum. Fréttastofa spurði Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins, út í myndbandið. Hún ætlaði að kanna málið og hafa samband við fréttastofu.Uppfært klukkan 13:19Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira