Lögreglan um kynlífstækjaþjófana: Hugsanlegt að annar þeirra hafi verið með hárkollu Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2018 15:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki fundið innbrotsþjófana. visir/vilhelm Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna. Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Sjá meira
Leitin að þjófunum tveimur sem stóðu að innbrotinu í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu í Reykjavík síðastliðinn föstudag stendur enn yfir. Þjófarnir bökkuðu stolnum bíl ítrekað á hurð verslunarinnar á Kleppsvegi snemma að morgni föstudags áður en þeir fóru inn og stálu þaðan kynlífsdúkku ásamt hjálpartækjum og sleipiefnum. Bíllinn sem var notaður við innbrotið fannst síðan í stæði við Glæsibæ um þrjúleytið á föstudag. Þjófarnir höfðu skilið hluta af þýfinu eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkuna sem var til sölu á um 350 þúsund krónur. Lögreglan segir bílinn hafa verið stolinn og var þar að auki búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að þjófarnir hefðu stolið bílnum mánudaginn 17. september síðastliðinn. Þeir höfðu því verið á honum í fjóra daga áður en þeir skildu hann eftir við Glæsibæ. Engar eftirlitsmyndavélar voru í grennd við þann stað sem bíllinn var skilinn eftir.Sambærilega dúkku höfðu stúlkurnar með sér síðastliðinn föstudagsmorgun.visir/vilhelmSegir Guðmundur Páll þjófana hafa farið inn í fyrirtæki í Reykjavík og tekið þaðan lykla að bílnum ófrjálsri hendi. Bíllinn sé talsvert skemmdur. Tekin voru sýni úr bílnum og af þýfinu og er það til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar sem skoðar meðal annars fingraför sem fundust. Enginn liggur undir grun að svo stöddu og hefur enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs í málinu. Í fyrstu frétt Vísis af innbrotinu var fullyrt að þjófarnir hefðu verið tvær stúlkur. Þegar betur er rýnt í myndbandið úr eftirlitsmyndavél gæti annar þjófanna hæglega verið drengur. Sá huldi andlit sitt með hettu. Uppi voru kenningar í athugasemdakerfinu að þjófurinn sem var með sítt og ljóst hár væri í raun með hárkollu. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að fá úr því skorið hvert kynferði þjófanna sé. „Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu. Þetta er líkt kvenmönnum tveimur, en við erum að skoða það.“ Verslunareigandinn telur að tjón sitt af völdum innbrotsins nemi einni og hálfri milljón króna.
Tengdar fréttir Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29 Bíllinn og dúkkan úr Adam&Evu-innbrotinu fundin Þjófarnir enn ófundnir. 21. september 2018 17:15 Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Sjá meira
Leita að fingraförum innbrotsþjófanna Tæknideild lögreglunnar leitaði í morgunsárið að fingraförum í og utan á bílnum og á vörum sem voru í honum. 22. september 2018 10:29
Sjá ótrúlegt myndband: Tvær stúlkur bökkuðu bíl sínum ítrekað á hjálpartækjaverslun og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku Hroðalegar aðfarir við innbrot í Adam og Evu. 21. september 2018 09:51
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði