Fótbolti

Mark Salah gegn Everton hafði betur gegn hjólhestaspyrnu Bale

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah heldur ræðu í London í kvöld.
Salah heldur ræðu í London í kvöld. vísir/getty
Mark Mohamed Salah, framherja Liverpool, gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni var valið mark ársins af FIFA.

Úrslitin kosninganna voru kunngerð á verðlaunahátíð FIFA í London í kvöld en sigurvegarinn hlýtur Puskás-verðlaunin svokölluð.

Markið skoraði Salah eftir laglegan einleik gegn Everton en það hafði meðal annars betur gegn mögnuðu hjólhestaspyrnu Gareth Bale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Kosið var á netinu milli tíu marka á síðustu leiktíð en kosningin hafði helmings vægi gegn dómnefnd á vegum FIFA.

Hér má sjá mörkin sem voru tilnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×