Fótbolti

Marta best í sjötta sinn │ Sjáðu öll verðlaun kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marta var í stuði, eðlilega, í kvöld.
Marta var í stuði, eðlilega, í kvöld. vísir/getty
Marta, var kosin leikmaður ársins í sjötta sinn, á árlegri uppskeruhátíð FIFA en hún var haldin í London í kvöld.

Marta, sem leikur með Orlando Pride í Bandaríkjunum,  er einnig leikmaður brasilíska landsliðsins en hún er talin ein besta knattspyrnukona fyrr og síðar.

Lennart Thy,leikmaður VVV-Venlo, fékk háttvísisverðlaunin þetta árið en hann sleppti leik til þess að gefa blóð til að reyna hjálpa fólki í mikilli neyð.

Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Lið ársins

David De Gea

Dani Alves, Raphael Varane, Sergio Ramos, Marcelo

Luka Modric, Ngolo Kanté, Eden Hazard

Kylian Mbappe, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo

Mark ársins: Mohammed Salah gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni

Markvörður ársins: Thibaut Courtois, Atletico Madrid

Þjálfari ársins í kvennaflokki: Reynald Pedros, Lyon

Þjálfari ársins í karlaflokki: Didier Deschamps, Frakkland

Mark ársins í karlaflokki: Mohamed Salah gegn Everton

Leikmaður ársins í kvennaflokki: Marta, Orlando Pride

Háttvísisverðlaunin: Lennart Thy, VVV-Venlo

Stuðningsmenn ársins: Perú




Fleiri fréttir

Sjá meira


×