Fótbolti

Hjartnæm ræða Modric sem þakkaði fyrrum fyrirliða Króata

Anton Ingi Leifsson skrifar
Modric með bikarana tvo í kvöld.
Modric með bikarana tvo í kvöld. vísir/getty
Luka Modric, sem var kosinn leikmaður ársins í kvöld, segir að Zvonimir Boban, fyrrum fyrirliði Króatíu, hafi veitt honum mikinn innblástur og sé ein ástæða þess að hann er leikmaður ársins að mati FIFA.

„Þetta er mikill heiður og góð tilfinning að standa hér með þennan frábæra bikar. Fyrst vil ég óska Salah og Cristiano til hamingju,” sagði Modric á sviðinu er hann tók við gullinu.

„Ég er viss um að í framtíðinni muni þið berjast aftur um þennan bikar. Þetta er ekki bara bikarinn minn heldur einnig liðsfélaga minna hjá Real Madrid og Króatíu.”

„Án þjálfara minna og fjölskyldu hefði ég ekki unnið þetta og ekki verið þessi leikmaður sem ég er í dag. Takk til stuðningsmannana og takk til þeirra sem kusu mig.”

Næst beindi Modric orðum sínum að fyrirliða króatíska landsliðsins 1998, Zvonimir Boban, og segir hann að Boban hafi verið fyrirmyndin sín.

„Ég vill nefna fyrirmynd mina í fótbolta og fyrrum fyrirliða landsliðs Króatíu. Hann veitti mér innblástur og það lið gaf okkur trú á verkefninu í Rússlandi,” en Króatía fór alla leið í úrslitin á HM.

„Þessi verðlaun sýna það að það er allt hægt með vinnusemi og dugnaði. Draumar þínir geta ræst,” sagði Modric kátur á sviðinu að lokum en á vef BBC segir að það hafi margir verið með tár í augunum eftir ræðu Modric.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×