Fótbolti

Aron kaus Modric en Heimir hafði Salah númer eitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar og Heimir eftir leikinn gegn Króatíu í sumar. Í bakgrunni myndarinnar sést svo Luka Modric.
Aron Einar og Heimir eftir leikinn gegn Króatíu í sumar. Í bakgrunni myndarinnar sést svo Luka Modric. vísir/vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, og Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari Íslands, voru ekki sammála í vali á besta leikmanni heims.

Luka Modric var valinn besti leikmaður ársins en Aron Einar setti hann í fyrsta sætið hjá sér. Heimir setti hins vegar Salah í fyrsta sætið og Modric í annað.

Aron Einar var með Cristiano Ronaldo í öðru sætinu og Raphael Varane í því þriðja en Heimir stillti Salah, Modric og svo Kevin De Bruyne í því þriðja.

Modric og Varane náðu ekki inn á topp þrjá en þeir Modric, Ronaldo og Salah börðust um gullið. Það var svo Modric sem stóð uppi sem sigurvegari.

Efstu þrír - Aron Einar Gunnarsson:

Luka Modric

Cristiano Ronaldo

Raphael Varane

Efstu þrír - Heimir Hallgrímsson:

Mohamed Salah

Luka Modric

Kevin De Bruyne




Fleiri fréttir

Sjá meira


×