Fótbolti

UEFA verðlaunar FC Sækó

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ceferin veitir FC Sækó verðlaunin
Ceferin veitir FC Sækó verðlaunin mynd/ksí
FC Sækó er besta grasrótarverkefnið í ár að mati evrópska knattspyrnusambandsins UEFA.

FC Sækó er sjálfstætt íþróttatfélag fyrir fólk sem glímir við andleg veikindi. Starfsemi félagsins er samstarf á milli Hlutverkaseturs, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Landspítalans Háskólasjúkrahúss.

UEFA veitti FC Sækó gullverðlaun sem besta grasrótarverkefnið og segir það sérstaklega mikilvægt fyrir fólk með geðheilsuvandamál.

„Félagið vinnur frábært samfélagslegt starf með því að gefa fólki frábært tækifæri til að bæta andlega og líkamlega heilsu sína með því að deila gleði knattspyrnunnar,“ er haft eftir Aleksander Ceferin, forseta UEFA, á heimasíðu KSÍ.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×