Fótbolti

Fanndís og Gunnhildur fara til Ástralíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fanndís í baráttunni með íslenska landsliðinu
Fanndís í baráttunni með íslenska landsliðinu vísir/daníel
Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eru á leið til Ástralíu þar sem þær munu spila með Adelaide United.

Þetta staðfesti Fanndís við Fótbolta.net í dag.

Fanndís fer til Ástralíu á láni frá Val. Gunnhildur Yrsa kemur frá Utah Royals í Bandaríkjunum þar sem hún hefur spilað í sumar við góðan orðstír.

Tímabilið í Ástralíu hefst í lok október og er fram í febrúar. Fanndís og Gunnhildur munu spila allt tímabilið í Ástralíu.

Fanndís var síðasta vetur hjá Marseille í Frakklandi en snéri heim í sumar og samdi við Val. Hún hefur einnig prófað fyrir sér í erlendis með Kolbotn og Arna Björnar.

Gunnhildur Yrsa spilaði í Noregi með Vålerenga, Stabæk, Grand Bodö og Arna Björnar áður en hún gekk til liðs við Utah í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×