Enski boltinn

„Fyrir mér er úrslitaleikurinn í kvöld“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Javi Gracia er að gera góða hluti með Watford.
Javi Gracia er að gera góða hluti með Watford. vísir/getty
Javi Gracia, stjóri Watford, segir að úrslitaleikurinn í Carabao bikarnum sé í kvöld gegn Tottenham því vinni liðið ekki leikinn er það úr leik.

Tottenham og Watford mætast í 32-liða úrslitunum í kvöld og er Gracia klár í slaginn.

„Fyrir mér er úrslitaleikurinn í kvöld. Ef þú vinnur ekki, þá færðu ekki fleiri möguleika,” sagði Garcia á blaðamannafundi fyrir leikinn en Watford hefur farið vel af stað í úrvalsdeildinni.

„Þetta er besta hugarfarið. Við munum sjá til en næsti leikur sem við spilum er úrslitaleikur. Fyrir mig eru allir leikir miklvægir.”

„Carabao-bikarinn er góð keppni. Ég legg ekki meira á mig í úrvalsdeildinni, Carabao-Cup eða enska bikarnum. Þetta er sama fyrir mig og leikmennina.”

Leikur Tottenham og Watford verður spilaður á heimavelli MK Dons í kvöld þar sem heimavöllur Tottenham er ekki klár og Wembley er upptekinn.

Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en flautað verður til leiks klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×