Enski boltinn

Klopp vill að leikmenn taki deildarbikarinn alvarlega

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp vísir/getty
Jurgen Klopp hefur kallað eftir því að leikmenn hans taki enska deildarbikarinn alvarlega. Liverpool mætir Chelsea á heimavelli í þriðju umferð keppninnar í kvöld.

Klopp sagði leikmönnum sínum að hann muni hafa horn í síðu hvers sem tekur keppnina ekki alvarlega.

Liverpool hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu, er eina liðið með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni, vann sigur á PSG í fyrsta leik í Meistaradeildinni og virðist eiga góða möguleika á að gera tillögu að því að vinna báðar keppnir.

Því væri skiljanlegt ef Klopp ákveður að hvíla leikmenn í deildarbikarnum í kvöld, sérstaklega þar sem Liverpool mætir Chelsea í deildinni um helgina.

„Þetta snýst ekki um að dæma titlana. Þú getur ekki gert það. Það þarf að vera með 100 prósent einbeitingu alltaf,“ sagði Klopp.

„Ef ég sé einn leikmann sem virðist hugsa „þetta er bara deildarbikarinn“ þá verður ósætti á milli okkar. En ég held að það verði enginn leikmaður sem hugsi þannig.“

Klopp hefur enn ekki náð að vinna titil með Liverpool en hefur komist ansi nærri því og tapað í þremur úrslitaleikjum. Þar á meðal er úrslitaleikurinn í þessari keppni árið 2016 þar sem Liverpool tapaði fyrir Manchester City í vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×