Enski boltinn

„Klopp þarf að vinna bikar“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þjóðverjinn á enn þá eftir að vinna eitthvað.
Þjóðverjinn á enn þá eftir að vinna eitthvað. vísir/getty
Phil Thompson, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sparkspekingur Sky Sports, segir að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri félagsins, þurfi að vinna bikar á þessari leiktíð og vill sjá hann stefna að því að vinna deildabikarinn.

Liverpool fer frábærlega af stað á nýrri leiktíð en liðið er búið að vinna alla sex leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og lagði Paris Saint-Germain á dramatískan hátt í fyrsta leik liðsins í Meistaradeildinni.

Liverpool mætir Chelsea í kvöld í deildabikarnum og aftur á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni en þar hefst enn ein vegferð Klopp að fyrsta bikarnum sem stjóri Liverpool. Hann hefur ekki enn unnið neitt síðan að hann tók við árið 2015.

„Það væri frábært að sjá Liverpool vinna deildabikarnum. Jürgen verður að vinna bikar í ár. Hann er með svo mikil gæði í liðinu að hann bara verður að vinna eitthvað,“ segir Thompson.

„Deildabikarinn er frábært tækifæri til að vinna titil en auðvitað þurfa menn að forgangsraða. Flestir stjórar gera breytingar fyrir leikina svona snemma í keppnini.“

„Forgangsatriðið er að vinna ensku úrvalsdeildina. Það er númer eitt. Rétt á eftir því kemur Meistaradeildin þannig leikurinn í kvöld gæti verið kærkomin hvíld fyrir suma leikmenn liðsins,“ segir Phil Thompson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×