Enski boltinn

Mourinho: Vissi að við værum í vandræðum með vítaspyrnur Jones og Bailly

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Víti Jones var varið og United féll úr leik
Víti Jones var varið og United féll úr leik vísir/getty
Jose Mourinho vissi að Manchester United yrði í vandræðum með að klára vítaspyrnukeppnina gegn Derby þegar Phil Jones og Eric Bailly voru næstir á lista.

United tapaði fyrir Derby í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og Untied tapaði 8-7 í vítaspyrnukeppninni.

Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti meira en þær hefðbundnu 5 vítaspyrnur á lið og grípa þurfti til bráðabana. Þar varði Scott Carson víti frá Phil Jones og sendi Derby áfram í næstu umferð, United er úr leik.

„Vítaspyrnukeppnin kom og einhver þurfti að misnota spyrnu,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

„Þegar ég sá að við þurftum að taka meira en sex, sjö spyrnur þá vissi ég að við myndum lenda í vandræðum með Jones og Eric.“

Mourinho vildi að leikmenn hans hefðu klárað leikinn í venjulegum leiktíma til þess að ekki hefði þurft að grípa til vítaspyrnukeppni.

„Við skoruðum ekki þegar við fengum færi og við vengum þau í fyrri hálfleik. VIð komumst í góðar stöður til þess að drepa leikinn en við gerðum það ekki.“

„Við náðum ekki að stýra leiknum í upphafi seinni hálfleiks og það var ekki fyrr en þeir jöfnuðu að við vöknuðum á ný,“ sagði Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×