Fótbolti

Enginn fótbolti í tvær vikur eftir að áhorfandi dó á vellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn látni var stuðningsmaður Persija Jakarta og hér má sjá stuðningsmenn þess liðs.
Hinn látni var stuðningsmaður Persija Jakarta og hér má sjá stuðningsmenn þess liðs. vísir/getty
Nágrannaslagur í indónesísku úrvalsdeildinni endaði á hörmulegan hátt er stuðningsmaður annars liðsins lést í átökum fyrir utan völlinn.

Íþróttamálaráðherra Indónesíu ákvað í kjölfarið að ekkert yrði spilað í deildinni næstu tvær vikurnar á meðan farið væri yfir hvernig koma má í veg fyrir slíkar uppákomur í framtíðinni.

„Ef þetta mál verður leyst á viku þá munum við byrja aftur strax þá. Við vonum að þetta mál taki ekki of langan tíma,“ sagði íþróttamálaráðherrann.

Dauðsfallið um síðustu helgi var sjöunda dauðsfallið hjá stuðningsmanni í indónesíska boltanum síðan 2012. Sextán manns hafa verið handteknir vegna andlátsins um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×