B manneskjan Sigríður Björk er komin með nóg af fótboltamótum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2018 14:30 Fjallað var um Sigríði Björk lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í Íslandi í dag í gær. Hún er algjör B manneskja, er guðslifandi fegin að þurfa ekki að velja föt á morgnana og var varla búin að bursta tennurnar þegar Sindri bankaði upp á eldsnemma morguns og bauð sér í morgunkaffi. Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er í draumastarfinu, leggur sérstaka áherslu á mál tengdum heimilisofbeldi og vill bæta ímynd lögreglunnar enn frekar en Sindri ræddi við lögreglustjórann í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir sjálf að hún sé alls ekki hörð, en geti þó stigið niður fæti þegar þess þarf, vill leiða frekar en stjórna og væri líklega leikskólakennari ef hún væri ekki lögfræðingur og lögga. En hver er þessi kona þegar hún er ekki í vinnunni? „Við erum sjö hérna í húsinu. Við hjónin, börnin okkar þrjú, tengdasonur og barnabarn,“ segir Sigríður en hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. „Við biðum rosalega lengi eftir yngsta barninu og hefðum viljað fá það svona 12 árum fyrr en það er rosalega gaman að eiga kríli sem er sjö ára, allt nema fótboltamótin, ég er alveg komin með nóg af fótboltamótum og íþróttamótum. Það þýðir ekkert að æsa sig yfir því, þetta er fótboltagutti.“Það er alltaf nóg að gera hjá Sigríði.Sigríður og Skúli Sigurður Ólafsson, prestur í Neskirkju, búa saman á heimilinu. Hún segir að oftast sé nóg að gera en verkefnin heima fyrir og í vinnunni séu alltaf skemmtileg. „Ég held að ég upplifi mig kannski ekki alveg eins og allir aðrir en ég reyni að ýta fólkinu í kringum mig áfram, reyni svona að taka frekar hlutina í rólegheitunum og svona mjúklega ef það er hægt en ég get alveg sett fótinn niður og þarf að geta gert það í þessu starfi. Ég vel svona A fólk, ég vel fólk sem er betra en ég.“ Hún segist alltaf hafa ætlað sér að verða leikskólakennari þar sem hún er einkabarn. „Ég er bara mikil mamma. Mér finnst gaman að vinna í garðinum og að prjóna. Ég er bara mikill dundari og kannski er það vegna þess að ég átti enginn systkini. Ég er hræðilegur kokkur og bara elda ekki. Maðurinn minn og dóttir mín sjá um það. Ég sé um þrifin og þvottinn á heimilinu.“Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira
Hún er algjör B manneskja, er guðslifandi fegin að þurfa ekki að velja föt á morgnana og var varla búin að bursta tennurnar þegar Sindri bankaði upp á eldsnemma morguns og bauð sér í morgunkaffi. Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er í draumastarfinu, leggur sérstaka áherslu á mál tengdum heimilisofbeldi og vill bæta ímynd lögreglunnar enn frekar en Sindri ræddi við lögreglustjórann í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir sjálf að hún sé alls ekki hörð, en geti þó stigið niður fæti þegar þess þarf, vill leiða frekar en stjórna og væri líklega leikskólakennari ef hún væri ekki lögfræðingur og lögga. En hver er þessi kona þegar hún er ekki í vinnunni? „Við erum sjö hérna í húsinu. Við hjónin, börnin okkar þrjú, tengdasonur og barnabarn,“ segir Sigríður en hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. „Við biðum rosalega lengi eftir yngsta barninu og hefðum viljað fá það svona 12 árum fyrr en það er rosalega gaman að eiga kríli sem er sjö ára, allt nema fótboltamótin, ég er alveg komin með nóg af fótboltamótum og íþróttamótum. Það þýðir ekkert að æsa sig yfir því, þetta er fótboltagutti.“Það er alltaf nóg að gera hjá Sigríði.Sigríður og Skúli Sigurður Ólafsson, prestur í Neskirkju, búa saman á heimilinu. Hún segir að oftast sé nóg að gera en verkefnin heima fyrir og í vinnunni séu alltaf skemmtileg. „Ég held að ég upplifi mig kannski ekki alveg eins og allir aðrir en ég reyni að ýta fólkinu í kringum mig áfram, reyni svona að taka frekar hlutina í rólegheitunum og svona mjúklega ef það er hægt en ég get alveg sett fótinn niður og þarf að geta gert það í þessu starfi. Ég vel svona A fólk, ég vel fólk sem er betra en ég.“ Hún segist alltaf hafa ætlað sér að verða leikskólakennari þar sem hún er einkabarn. „Ég er bara mikil mamma. Mér finnst gaman að vinna í garðinum og að prjóna. Ég er bara mikill dundari og kannski er það vegna þess að ég átti enginn systkini. Ég er hræðilegur kokkur og bara elda ekki. Maðurinn minn og dóttir mín sjá um það. Ég sé um þrifin og þvottinn á heimilinu.“Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira