Innlent

Fimm fluttir á sjúkrahús eftir að ekið var aftan á lögreglubíl á Suðurlandsvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir harkalegan árekstur á Suðurlandsvegi við Bláfjallaveg rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Lögreglumenn höfðu stöðvað för ökumanns á Suðurlandsvegi en þeir voru við eftirlit vegna hraðaksturs. Ökumaðurinn stöðvaði bílinn út í vegkanti og var lögreglubílnum lagt fyrir aftan hann.

Þegar verið var að ræða við ökumanninn í lögreglubílnum var öðrum bíl ekið aftan á lögreglubílinn.

Tveir tækjabílar og fjórir sjúkrabílar voru sendir á vettvang og umferð beint inn á Bláfjallaveg. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu slösuðust tveir í þessum árekstri og þrír til viðbótar með minniháttar áverka. Voru allir fluttir á sjúkrahús. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir annan lögreglumanninn og ökumanninn hafa slasast en áverkar þeirra eru ekki alvarlegir.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:19



Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×