Enski boltinn

Hazard: Mikilvægara að vinna titla en skora mörk

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hazard fagnar markinu frábæra.
Hazard fagnar markinu frábæra. vísir/getty
Eden Hazard er eðlilega ánægður með að vera borinn saman við Lionel Messi og Cristiano Ronalado. Hann vill hins vegar frekar vinna titla með Chelsea heldur en einstaklingsverðlaun.

Hazard er einn besti leikmaður heims og sýndi það í sigrinum á Liverpool í deildarbikarnum í vikunni þegar hann fór framhjá varnarmönnum Liverpool og skoraði glæsilegt mark upp á sitt einsdæmi.

Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í upphafi tímabilsins og var mikið lofaður eftir frammistöðuna gegn Liverpool.

„Ég er sami leikmaðurinn og ég var fyrir tveimur, þremur árum. Í augnablikinu er ég að skora mörk og þess vegna eru allir að segja að ég sé einn af þremur bestu leikmönnum heims,“ sagði Hazard.

„Það eina sem ég hugsa um er að vinna til verðlauna. Ég vil vinna titla. Við unnum bikarkeppnina á síðasta tímabili og vissum að úrvalsdeildin yrði erfið.“

„Það skiptir ekki máli hversu mörg mörk ég skora. Mér er sama um það, ég vil bara njóta fótboltans og vinna leiki,“ sagði Eden Hazard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×