Sport

Goff stórkostlegur í skotsýningu í Los Angeles

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jared Goff og Todd Gurley, hlaupari Rams, fyrir leik.
Jared Goff og Todd Gurley, hlaupari Rams, fyrir leik. vísir/getty
LA Rams hefur farið frábærlega af stað í NFL-deildinni og unnið alla fjóra leiki sína í upphafi leiktíðar. Í nótt vann lögðu Hrútarnir lið Minnesota Vikings, 38-31, í stórkostlegum leik.

Leikstjórnandi Rams, Jared Goff, átti geggjaðan leik. Kláraði 26 af 33 sendingum fyrir 465 jördum og 5 snertimörkum. Þessi frammistaða er met í fimmtudagsleikjum NFL-deildarinnar.

Útherjinn Cooper Kupp greip tvær af fimm snertimarkssendingum Goff og endaði með 162 jarda. Brandin Cooks með 116 jarda og eitt snertimark. Útherjarnir allir frábærir því Robert Woods var líka með snertimark og 101 jard. Todd Gurley hljóp svo 83 jarda.

Kirk Cousins, leikstjórnandi Víkinganna, átti ljómandi fínan leik. Kláraði 36 af 50 sendingum sínum fyrir 422 jördum og þremur snertimörkum. Það dugði þó ekki til og Vikings er nú 1-2-1 á tímabilinu.

Útherjar Vikings - Adam Thielen og Stefon Diggs - voru frábærir. Thielen með 135 jarda og snertimark en Diggs náði 123 jördum.

Hlaupaleikur Vikings var í molum en Dalvin Cook komst aðeins 20 jarda á tíu hlaupum. Það er hörmulegt.



Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins
.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×