Enski boltinn

Birkir skoraði fyrir Villa í jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir skorar markið í kvöld.
Birkir skorar markið í kvöld. vísir/getty
Birkir Bjarnason var á skotskónum fyrir Aston Villa sem gerði 1-1 jafntefli við Bristol í ensku B-deildinni í kvöld.

Bristol komst yfir á sextándu mínútu en Birkir jafnaði metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Lokatölur 1-1 en Birkir fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Aston Villa. Hann þakkaði traustið með marki.

Birkir spilaði allan leikinn fyrir Villa á miðri miðjunni en Aston Villa er í ellefta sæti deildarinnar með fjórtán stig.

Leeds gerði 1-1 jafntefli við Sheffield á útivelli en þrátt fyrir jafnteflið heldur Leeds toppsætinu.

Adam Reach kom Sheffield yfir á 45. mínútu með sturluðu marki en Mateusz Klich jafnaði metin níu mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×