Innlent

Eigandi hraðbankapeninga ungu herramannanna fundinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Marcin, eigandi peninganna, hyggst hringja í drengina sem fundu peninginn og þakka þeim fyrir.
Marcin, eigandi peninganna, hyggst hringja í drengina sem fundu peninginn og þakka þeim fyrir. Vísir
Eigandi peninga sem gleymdust í hraðbanka í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á fimmtudag er fundinn. Frá þessu greinir lögregla á Facebook í dag. Eigandinn er að vonum afar ánægður.

„Marcin kom hérna áðan og náði í aurinn sinn og sá var sáttur maður minn. Hann bað um símanúmer drengjanna sem fundu aurinn. Og ætlar hann að hringja í þá,“ segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Í færslunni kemur lögregla jafnframt á framfæri þakklæti í garð þeirra sem hjálpuðu til við að hafa uppi á eiganda fjársins. Þá bendir lögregla á að ekki hafi fengist heimild til að fá upplýsingar úr kerfum bankanna við leit að eigandanum nema með dómsúrskurði.

Auglýst var eftir eiganda peninganna á fimmtudag eftir að tveir ungir „herramenn“ komu fénu til lögreglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×