Innlent

Ungir herramenn og lögreglustjóri leita að eiganda aursins

Andri Eysteinsson skrifar
Óvíst er hversu mikil upphæðin er.
Óvíst er hversu mikil upphæðin er. Vísir
Varst þú í hraðbanka fyrr í kvöld en gleymdir að taka peninginn?

Svona hefst Facebook færsla sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti fyrr í kvöld. Lögreglustjórinn biður réttmætan eiganda fjármunanna að örvænta eigi því aurinn sé í þeirra öruggu höndum.

Í færslunni kemur fram að tveir ungir drengir hafa verið á eftir eiganda peninganna í hraðbankaröðinni og hafi reynt að ná eigandanum sem hafi ekið á brott.

Því héldu þeir beint til lögreglu og færðu þeim peningana, lögreglan ákvað að aðstoða drengina tvo og auglýsir því eftir eiganda peninganna.

Lögreglan vill að eigandi peningana komi til þeirra með kvittun og segi þeim hve mikið var tekið út úr hraðbankanum. Að því loknu getur eigandinn fengið féð aftur.

Þökk sé tveimur ungum herramönnum. Færsluna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×