„Ef þú hefur efni á því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 20:30 Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49