Enski boltinn

Sarri: Erum skrefi á eftir Liverpool en samt nær þeim en ég hélt fyrir viku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það fór vel á með Klopp og Sarri í gær.
Það fór vel á með Klopp og Sarri í gær. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að Chelsea sé skrefi á eftir Chelsea og Manchester City en sé nær Liverpool en hann hélt fyrir viku síðan.

„Ég tel að þeir (Liverpool) séu skrefi á undan okkur en við erum nær þeim en ég hélt fyrir viku síðan,” sagði Sarri eftir 1-1 jafnteflið við Liverpool á Brúnni í gær.

„Að enda í efstu tveimur sætunum verður erfitt því Man. City og Liverpool eru skrefi á undan okkur. Það er erfitt en ég held að við getum barist fyrir Meistaradeildarsæti.”

„Ég er ósáttur því þeir skoruðu á lokamínútunni en þegar ég lít yfir leikinn er ég sáttur, fyrst og fremst með frammistöðuna og jafntefli var sanngjarnt. Þessi leikur var stórkostlegur.”

Eden Hazard hefur farið stórkostlega af stað og er Sarri ánægður með Hazard, þá sérstaklega í varnraleiknum. Hann telur einnig að hann geti skorað fullt af mörkum.

„Ég held að hann gæti skorað 40 mörk svo hann verður að skora 33 í viðbót en ég er einnig mjög ánægður með hvernig hann sinnti varnarvinnunni í dag, sérstaklega í síðari hálfleik,” sagði Sarri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×