Innlent

Mildi að enginn slasaðist við sprenginguna í Kópavogi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar sprenging varð í bílskúr í Kópavogi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um málið um klukkan ellefu og var mikið lið sent á vettvang vegna alvarleika tilkynningarinnar. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn logaði eldur í bílskúrnum og sömuleiðis í kjallaranum, sem tók þó skamma stund að slökkva.

Til marks um kraftinn þegar sprengingin varð þá þeyttust allar hurðir af bílskúrnum og varð tjón á húsi og innanstokksmunum mikið. Rannsókn á tildrögum sprenginarinnar er í höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekkert nýtt var að frétta af rannsókninni þegar fréttastofa náði tali af lögreglu um kvöldmatarleytið í dag. Myndskeið af vettvangi voru sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld sem sjá má í spilaranum efst í fréttinni.

Hurðir þeyttust af bílskúrnum við sprenginguna. Mikið tjón varð á húsi og innanstokksmunum.Skjáskot/Stöð 2

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×