Enski boltinn

Lampard fer með Derby á Brúnna og mætir Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Goðsögnin snýr aftur heim.
Goðsögnin snýr aftur heim. vísir/getty
Dregið var í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins, Carabao-Cup, nú undir kvöld og það komu nokkrar áhugaverðir viðureignir upp úr pottinum.

Frank Lampard, stjóri Derby og goðsögn hjá Chelsea, snýr aftur á sinn gamla heimavöll en Derby dróst gegn Chelsea á útivelli.

Arsenal fékk þægilegan drátt er liðið dróst gegn Blackpool á heimavelli. Slái Gylfi Þór Sigurðsson og félagar út Southampton mæta þeir Leicester.

Það verður Lundúnarslagur er West Ham og Tottenham mætast og Manchester City fær Fulham í heimsókn á Etihad-leikvanginn.

Leikirnir verða spilaðir mánudaginn 29. október.

Drátturinn í heild sinni:

Arsenal - Blackpool

Bournemouth - Norwich

Manchester City - Fulham

Leicester - Everton/Southampton

West Ham - Tottenham

Middlesbrough - Crystal Palace

Chelsea - Derby

Burton - Nottingham Forest




Fleiri fréttir

Sjá meira


×