Fótbolti

Svíar köstuðu frá sér tveggja marka forystu á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Svía og Tyrkja í kvöld.
Úr leik Svía og Tyrkja í kvöld. vísir/getty

Svíþjóð kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Tyrkjum á heimavelli í B-deild Þjóðadeildarinnar en liðin leika í riðli tvö.

Svíar, sem heilluðu almúgann með sterkum varnarleik á HM í sumar, komust í 2-0 með mörkum Isaac Thelin og Viktor Classon. Þannig stóðu leikar eftir 49 mínútur.

Tveimur mínútum síðar minnkaði Hakan Calhanoglu muninn og á 88. mínútu jafnaði Emre Akbaba metin. Akbaba var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Lokatölur 3-2 sigur Tyrkja sem eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en Tyrkir töpuðu 2-1 fyrir Rússlandi í fyrstu umferðinni.

Gunnar Nielsson spilaði allan tímann í marki Færeyja sem tapaði 2-0 fyrir Kósóvó í D-deildinni. Brandur Olsen spilaði í 62 mínútur og Kaj Leó í Bartalsstovu í 79 mínútu en Færeyjar eru með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina.

Skotland vann góðan 2-0 sigur á Albaníu í C-deildinni og Svartfjallaland vann 2-0 sigur á Litháen einnig í C-deildinni. Serbía og Rúmenía gerðu 2-2 janftefli.

Malta og Azeríbaidjan annars vegar og Andorra og Kazakstan hins vegar gerðu 1-1 jafntefli í D-deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.