Innlent

Mikill fjöldi nema notar lyf fyrir próf

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Margir nota ADHD-lyf í prófum
Margir nota ADHD-lyf í prófum Vísir/Stefán

Um fimmtungur íslenskra háskólanema hefur notað lyfseðilsskyld lyf sem stíluð eru á annan. Stærstur hluti þeirra segist hafa notað slík lyf til að bæta náms­árangur eða í aðdraganda prófa.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum könnunar sem Lyfjastofnun gerði. Langflestir, eða um fjörutíu prósent, útveguðu sér lyfin frá foreldrum sínum. Um einn af hverjum sjö fékk þau hjá skólafélaga og álíka stór hópur útvegaði slík lyf í gegnum söluaðila sem var þeim ókunnugur.

Ríflega þrír af hverjum fjórum höfðu heyrt að lyfseðilsskyld lyf væru notuð til að bæta námsárangur. Um tuttugu prósent höfðu notað slík lyf til að njóta hugbreytandi áhrifa þeirra við skemmtanahald.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.