Enski boltinn

„Upphitunin“ búin hjá Liverpool því nú tekur alvaran við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino og Sadio Mane.
Roberto Firmino og Sadio Mane. Vísir/Getty
Landsleikjahléið er á enda og deildirnar í Evrópu taka nú aftur við. Margra augu verða þá á liði sem átti frábært sumar og fullkomið haust þegar við horfum á stig í húsil

Liverpool er með fullt hús eftir fjórar umferðir í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Leicester City í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. En nú tekur alvaran við hjá lærisveinum Jürgen Klopp.

Fíflasskapur nýja markvarðarins með boltann við endalínuna sá til þess að Liverpool fékk á sig sitt fyrsta mark en kom ekki í veg fyrir fjórða sigurinn í röð. Alisson Becker hefur fengið tíma til að komast yfir þau mistök en hélt meðal annars brasilíska markinu hreinu í 2-0 sigri á Bandaríkjunum.

Liverpool hefur mætt West Ham, Crystal Palace, Brighton og Leicester það sem af er tímabilinu og unnið þau með samanlagðri markatölu 9-1.

Spilamennskan hefur aftur á móti ekki verið neitt sérstaklega sannfærandi í síðustu leikjum Liverpool liðsins og það er áhyggjuefni þegar menn skoða betur hvað tekur við núeftir landsleikjahléið.

Næsti leikur Liverpool liðsins er 15. september á Wembley en það verður stórleikur á móti Tottenham á útivelli. Næstu vikur á eftir bjóða líka upp á afar erfitt leikjaprógramm eins og sjá má hér fyrir neðan.





Liverpool drógst á móti Chelsea í enska deildabikarnum og mætir því Chelsea tvisvar með fjögurra daga millibili. Chelsea liðið hefur einnig unnið fjóra fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrstu leikirnir í Meistaradeildinni verða þannig á móti Paris Saint-Germain og Napoli sem eru tvö mjög öflug og vel spilandi fótboltalið.

Þessi rosalega dagskrá næstu vikurnar endar svo með uppgjöri á móti Englandsmeisturum Manchester City á Anfield 7. október. Þar hefur Liverpool liðið líka mikið að sanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×