Enski boltinn

Keita segist þurfa tíma til þess að aðlagast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keita í leik með Liverpool.
Keita í leik með Liverpool. vísir/getty
Stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða í heilt ár eftir því að sjá Naby Keita í búningi félagsins og hefur frammistaða hans hingað til heillað marga.

„Mér hefur verið tjáð af mörgum að það geti tekið útlendinga að aðlagast ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Keita sem kostaði rúmar 52 milljónir punda.

„Það getur verið erfitt að spila í úrvalsdeildinni en ég er stútfullur af metnaði. Ég vil standa mig vel, fyrir sjálfan mig, liðið og stuðningsmennina. Það hafa allir stutt vel við bakið á mér og ég geri allt sem ég get til þess að aðlagast sem fyrst.“

Hinn 23 ára gamli Keita segist líta á hvert ár sem tækifæri til þess að bæta sig.

„Ef ég skoraði átta mörk í fyrra finnst mér ég þurfa að skora níu mörk árið eftir. Þannig er minn þankagangur. Ensku úrvalsdeildin er mjög ólík því sem ég er vanur og allir vita hversu erfitt er að spila í henni. Ég mun gera mitt besta til þess að slá eigin met.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×