Fótbolti

Del Bosque: Bolt gæti blómstrað sem bakvörður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bolt í leik með Central Coast Mariners í Ástralíu.
Bolt í leik með Central Coast Mariners í Ástralíu. vísir/getty

Það fylgjast margir spenntir með fljótasta manni allra tíma, Usain Bolt, er hann reynir að fá samning sem atvinnumaður í fótbolta. Þar á meðal er Vicente del Bosque, fyrrum þjálfari Real Madrid og spænska landsliðsins. Sá veit sitt hvað um fótbolta.

Bolt fékk leik með áströlsku liði á dögunum. Þá kom hann af bekknum og spilaði á kantinum. Del Bosque segir að það sé ekki rétta staðan fyrir Jamaíkamanninn.

„Ef hann fær pláss á hann að geta nýtt það vel. Hann gæti orðið prýðilegur knattspyrnumaður,“ sagði Del Bosque en þetta er líklega mesta hrós sem knattspyrnumaðurinn Bolt hefur fengið.

„Hann er fullkominn fyrir lið sem beitir hröðum skyndisóknum. Bolt gæti verið bakvörður sem væri með mikla yfirferð. Ég hef mesta trú á því að hann geti blómstrað í bakvarðarstöðunni.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.