Enski boltinn

Terry fer ekki í Rússagullið og gæti snúið aftur til Villa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Terry að fara aftur í þennan búning?
Er Terry að fara aftur í þennan búning? vísir/getty

Enski varnarmaðurinn, John Terry, hefur ákveðið að hafna tilboði Spartak Moskvu um að ganga í raðir félagsins.

Sky á Ítalíu greindi frá því að í síðustu viku hafi Terry gengist undir læknisskoðun hjá rússunum í Róm um að ganga í raðir liðsins á eins árs samningi.

Rætt var um að Terry myndi koma í eitt ár en með möguleika á einu ári til viðbótar. Hann hefur nú hafnað tilboði Spartak af fjölskylduástæðum.

„Eftir að hafa hugsað þetta þá hef ég ákveðið að hafna samningi Sparak Moskvu. Ég vill þakka þeim fyrir áhugann og óska þeim góðs gengis á tímabilinu,” skrifaði Terry á Instagram og bætti við:

„Eftir að hafa rætt þetta við fjölskyldu mína höfum við ákveðið að þetta sé ekki rétta skrefið á þessum tímapunkti. Gangið ykkur vel Spartak.”

Terry hefur verið án félags síðan samningur hans rann út hjá Villa í sumar en The Mail greindi frá því í dag að hann gæti verið á leið aftur til félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.