Erlent

Segir að lesendur muni „sleppa sér“ yfir nýrri sjálfsævisögu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels.
Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. Vísir/ap

Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, hyggur á útgáfu nýrrar sjálfsævisögu.

Daniels tilkynnti um útgáfu bókarinnar á miðvikudag er hún var gestur í spjallþættinum The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Hún lýsti því yfir að lesendur myndu „algjörlega sleppa sér“ við lestur bókarinnar en í henni hyggst Daniels fjalla um feril sinn, æskuárin í Louisiana og samkomulagið við Trump. Bókin verður titluð Full Disclosure, sem gæti útlagst sem Algjör afhjúpun á íslensku.

Eins og frægt er orðið fékk Daniels greidda 130 þúsund dali frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016.

Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með Trump árið 2006 en fyrr á þessu ári krafði forsetinn Daniels um 20 milljónir Bandaríkjadala fyrir að hafa brotið samkomulagið.

Lögmaðurinn Michael Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt- og fjársvik og brot á kosningalögum vegna greiðslunnar til Daniels. Sama dag viðurkenndi Trump að hafa vitað af greiðslunni en ekki fyrr en búið var að ganga frá samkomulaginu.


Tengdar fréttir

Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu

Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels.

Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu

Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Stormy Daniels að skilja við eiginmanninn

Eins og frægt er orðið fékk Daniels greidda 130 þúsund dali frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.