Handbolti

Rúnar með níu mörk, Ómar sjö og Janus þrjú í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus Daði í eldlínunni.
Janus Daði í eldlínunni. vísir/getty
Það rigndi inn íslenskum mörkum er Álaborg vann sex marka sigur, 30-24, á Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en um miðbik hálfleiksins stigu gestirnir frá Álaborg á bensíngjöfina. Þeir breyttu stöðunni úr 7-10 í 11-18 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í síðari hálfleik var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Álaborg stýrði leiknum og vann að lokum með sex marka mun, 30-24.

Rúnar Kárason gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk úr þrettán skotum fyrir Ribe-Esbjerg en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað. Ribe-Esbjerg er með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk úr átta skotum og Janus Daði Smárason gerði þrjú úr sex skotum fyrir Álaborg sem er með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×