Erlent

Vísar á bug gagnrýni um spillingu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins.
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. Vísir/Anton

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, kveðst ekki skilja gagnrýni GRECO, Samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem kemur fram í nýrri skýrslu um Danmörku.

Samkvæmt skýrslunni hefur Danmörk ekki, eða bara að hluta til, gert úrbætur gegn spillingu meðal stjórnmálamanna, dómara og saksóknara í tengslum við fimm af sex tilmælum GRECO þar um. Vandamálið snýst einkum um stjórnmálamenn, að því er segir í frétt Berlingske.

Kjærsgaard segir næstum enga spillingu vera í Danmörku og að GRECO eigi frekar að beina sjónum sínum að löndum þar sem spilling er mikil að hennar mati. Nefnir hún lönd í A- og S-Evrópu sem dæmi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.