Enski boltinn

Þrátt fyrir allt má Luke Shaw spila á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke Shaw borinn af velli fyrir aðeins sex dögum.
Luke Shaw borinn af velli fyrir aðeins sex dögum. Vísir/getty

Það óttuðust margir um afdrif enska landsliðsbakvarðarins Luke Shaw eftir mjög slæma byltu fyrir aðeins sex dögum en viku síðar getur hann spilað leik í ensku úrvalsdeildinni.

Luke Shaw var borinn hreyfingalaus af velli í landsleik Englands og Spánar um síðustu helgi en hann er samt leikfær með Manchester United á morgun.

Luke Shaw fékk heilahristing á Wembley og menn þorðu í fyrstu ekkert að hreyfa hann. Hann var síðan tekinn af velli með hálskraga og á börum.

Það komu fljótlega góðar fréttir af Luke Shaw og í dag voru fréttirnar enn betri.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti nefnilega á blaðamannafundi í dag að Luke Shaw hafi fengið grænt ljós fyrir leikinn á móti Watford á morgun.„Í mótsögn við skoðanir einhverja og eftir að hafa fylgt reglum og niðurstöðum lækna þá hefur hann fengið leyfi til að spila,“ sagði Jose Mourinho um Luke Shaw.

„Það er óvissa með hvort Marouane Fellaini geti spilað og [Ander] Herrera er ekki leikfær eftir að hafa meiðst á ökkla í vikunni. Diogo Dalot og Marucs Rojo spila með 23 ára liðinu og ef þeir klára 90 mínútur þá ættu þeir að vera tilbúnir í næstu viku,“ sagði Mourinho.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.