Enski boltinn

Hættir að leika umdeildasta lukkudýr ensku úrvalsdeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Watford elska Harry the Hornet.
Leikmenn Watford elska Harry the Hornet. vísir/getty
Gareth Evans hefur undanfarin ár verið í búningi Harry the Hornet sem er lukkudýr Watford. Á þessum árum hefur hann gert marga brjálaða. Nú hefur hann ákveðið að hætta fíflalátunum.

Fyrir tveimur árum varð gjörsamlega allt vitlaust er Evans ákvað að stríða Wilfried Zaha, leikmanni Crystal Palace. Zaha hafði fengið gult spjald fyrir dýfu. Lukkudýrið ákvað svo að dýfa sér fyrir framan Zaha og hann tók því afar illa.

Þáverandi stjóri Palace, Sam Allardyce, brjálaðist eftir leik og núverandi stjóri félagsins, Roy Hodgson, rifjaði atvikið upp á dögunum og sagði það vera til háborinnar skammar.

Zaha tók atvikinu létt síðar sama kvöld er hann fór að grínast við Evans á Twitter. Allir léttir þar.

„Ég hef ákveðið að hætta sem lukkudýr félagsins. Það er mín ákvörðun og ég er stoltur af því sem ég hef gert. Ótrúlegar minningar frá þessum tíma munu fylgja mér til æviloka,“ sagði Evans og spurning hversu djarfur arftaki hans verður?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×