Mourinho hélt fimm mínútna varnarræðu um Rashford Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2018 12:00 Rashford og Mourinho. vísir/getty Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, fór mikinn á blaðamannafundi sínum í morgun og þá aðallega er hann varði það hvernig hann notar ungstirnið Marcus Rashford. Margir hafa gagnrýnt Mourinho fyrir það hvernig hann notar Rashford og óttast að honum sé ekki að takast að þróa Rashford í rétta átt á sínum ferli. Jose tekur því eðlilega ekki vel. Hann mætti vel vopnum búinn með tölfræði í morgun og hóf mikinn reiðilestur. „Talandi um Marcus þá býst ég fastlega við því að ég verði harðlega gagnrýndur fyrir að láta hann ekki spila um helgina,“ sagði Mourinho. „Margir eru með mig á heilanum og einhverjir eru sjúkir lygarar. Því er kannski ágætt að rifja það upp fyrir þá sem ætla að gagnrýna mig fyrir að spila honum ekki að hann er í banni.“Mourinho með Rashford og Lingard.vísir/gettyFín opnun hjá Portúgalanum en svo hófst alvöru lesturinn. „Ef þið megið missa af tveimur mínútum eða svo þá ætla ég að gera svolítið fyrir stuðningsmenn félagsins en ekki fyrir ykkur. Leiktíðina 2016-17 spilaði Rashord 32 leiki í úrvalsdeildinni, 11 í Evrópudeildinni, 3 í bikarnum og 6 í deildabikarnum. Hann kom við sögu í 53 leikjum og spilaði í heild 3.068 mínútur. „Leiktíðina 2017-18 spilaði hann 35 leiki í úrvalsdeildinni, 8 í Meistaradeildinni, 5 í bikarnum, 3 í deildabikar og Super Cup. Hann spilaði í heildina 52 eða í 2.676 mínútur. Á tveimur tímabilum eru þetta 105 leikir, 5.774 mínútur og 63,7 leikir í 90 mínútur. Þar af eru fimm úrslitaleikir. Þeir sem eru að tala um þessar tölur hafa verið eitthvað ringlaðir hingað til.“ Mourinho fór svo að bera sinn mann saman við aðra unga, enska leikmenn sem eru í vandræðum með fá mínútur hjá sínum liðum. „Marcus er ekki Dominic Solanke eða Ruben Loftus-Cheek. Hann er ekki eins og Dominic Calwert-Lewin. Marcus Rashford er leikmaður Man. Utd sem hefur spilað ótrúlega marga leiki á stærsta sviðinu. Ég segi því við stuðningsmenn, og aðeins við stuðningsmenn, að þið vitið hvað við gerum fyrir Marcus, Luke Shaw, Jesse Lingard og Scott McTominay.“ Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, fór mikinn á blaðamannafundi sínum í morgun og þá aðallega er hann varði það hvernig hann notar ungstirnið Marcus Rashford. Margir hafa gagnrýnt Mourinho fyrir það hvernig hann notar Rashford og óttast að honum sé ekki að takast að þróa Rashford í rétta átt á sínum ferli. Jose tekur því eðlilega ekki vel. Hann mætti vel vopnum búinn með tölfræði í morgun og hóf mikinn reiðilestur. „Talandi um Marcus þá býst ég fastlega við því að ég verði harðlega gagnrýndur fyrir að láta hann ekki spila um helgina,“ sagði Mourinho. „Margir eru með mig á heilanum og einhverjir eru sjúkir lygarar. Því er kannski ágætt að rifja það upp fyrir þá sem ætla að gagnrýna mig fyrir að spila honum ekki að hann er í banni.“Mourinho með Rashford og Lingard.vísir/gettyFín opnun hjá Portúgalanum en svo hófst alvöru lesturinn. „Ef þið megið missa af tveimur mínútum eða svo þá ætla ég að gera svolítið fyrir stuðningsmenn félagsins en ekki fyrir ykkur. Leiktíðina 2016-17 spilaði Rashord 32 leiki í úrvalsdeildinni, 11 í Evrópudeildinni, 3 í bikarnum og 6 í deildabikarnum. Hann kom við sögu í 53 leikjum og spilaði í heild 3.068 mínútur. „Leiktíðina 2017-18 spilaði hann 35 leiki í úrvalsdeildinni, 8 í Meistaradeildinni, 5 í bikarnum, 3 í deildabikar og Super Cup. Hann spilaði í heildina 52 eða í 2.676 mínútur. Á tveimur tímabilum eru þetta 105 leikir, 5.774 mínútur og 63,7 leikir í 90 mínútur. Þar af eru fimm úrslitaleikir. Þeir sem eru að tala um þessar tölur hafa verið eitthvað ringlaðir hingað til.“ Mourinho fór svo að bera sinn mann saman við aðra unga, enska leikmenn sem eru í vandræðum með fá mínútur hjá sínum liðum. „Marcus er ekki Dominic Solanke eða Ruben Loftus-Cheek. Hann er ekki eins og Dominic Calwert-Lewin. Marcus Rashford er leikmaður Man. Utd sem hefur spilað ótrúlega marga leiki á stærsta sviðinu. Ég segi því við stuðningsmenn, og aðeins við stuðningsmenn, að þið vitið hvað við gerum fyrir Marcus, Luke Shaw, Jesse Lingard og Scott McTominay.“
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira