Enski boltinn

Santo vildi ekki ræða orðrómana um United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Santo á æfingasvæði Wolves.
Santo á æfingasvæði Wolves. vísir/getty
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, gaf lítið fyrir fréttir frá Þýskalandi að hann væri ofarlega á blaði Manchester United sem framtíðarstjóri liðsins.

Mikil pressa er á stjóra United, Jose Mourinho, og á hann væntanlega ekki mörg ár eftir í starfi. Santo var talinn ofarlega á blaði sem eftirmaður Mourinho þegar að því kæmi að mati fjölmiðils í Þýskalandi.

„Þú þekkir mig. Ég tala ekki um þetta. Þetta á ekki við rök að styðjast. Þetta erekki rétti tímapunkturinn til að tala um þetta. Ég hugsa ekki um þetta,” sagði Santo aðspurður út í orðróminn.

„Ég hugsa ekki þannig,” sagði Santo þegar hann var spurður út í hvort hann vildi stýra United einn daginn. „Ég tek bara einn dag í einu. Ég veit hvað ég þarf að gera á morgun - að undirbúa strákana fyrir erfiðan leik gegn Burnley.”

Nýliðarnir í Wolves hafa byrjað tímabilið ágætlega og sitja í ellefta sætinu með fimm stig eftir fyrstu fjóra leikina en liðið gerði meðal annars jafntefli við Englandsmeistara Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×