Enski boltinn

Terry: Einn daginn ætla ég að verða knattspyrnustjóri

Anton Ingi Leifsson skrifar
John Terry ásamt frú sinni.
John Terry ásamt frú sinni. vísir/getty
John Terry, fyrrum varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins, segir að einn daginn ætli hann sér að verða knattspyrnustjóri.

Terry er nú án félags eftir að samningur hans við Aston Villa rann út í sumar en á dögunum neitaði hann að ganga í raðir rússneska liðsins Spartak Moskvu.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, sagði á dögunum að hann vildi fá Terry inn í þjálfaralið félagsins en Terry vill spila lengur. Hann segir þó að einn daginn vilji hann verða knattspyrnustjóri.

„Það er en óvíst hvað ég geri næst en einn daginn verð ég knattspyrnustjóri. Ég er að vinna að því með þessa ungu drengi hér,” en viðtalið var tekið á æfingasvæði Chelsea þar sem hann þjálfaði unglingalið félagsins.

Terry er að safna tímum í menntun sinni og þarf því að koma að þjálfun liðs. Hann leitaði ekki langt yfir skammt og fékk að koma að þjálfun hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×