Enski boltinn

Everton reyndi að næla í tvo skólastráka: Enska knattspyrnusambandið rannsakar málið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aðallið Everton fagnar marki á tímabilinu.
Aðallið Everton fagnar marki á tímabilinu. vísir/getty
Everton er til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu en The Telegraph greinir frá því að liðið hafi reynt að næla í ungan leikmann Manchester United.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Everton reynir við of ungan leikmann en fyrr á þessu ári reyndu þeir að semja við leikmann sem spilar fyrir Cardiff.

Félagið hefur sjálft sett af stað rannsókn innan félagsins og segir að félagið muni hjálpa sambandinu að komast til botns í málinu.

Verði dæmt í málinu Everton í óhag gæti félagið lenti í félagsskiptabanni í akademíu-liðum sínum en nú þegar hafa Liverpool og Manchester City lent í slíkum bönnum.

Everton er einnig til skoðunar hjá enska knattspyrnusambandinu útaf öðru máli en rætt er um hvort að félagið hafi gengið of langt í að fá til sín Marco Silva á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×