Viðskipti innlent

WOW air fyrir vind

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/vilhelm
WOW air hefur náð að tryggja sér að lágmarki 50 milljónir evra, eða sem nemur 6,4 milljörðum króna, með skuldabréfaútboði sem flugfélagið lagði upp með þegar ráðist var í útboðið fyrir um mánuði.

Útboðinu lýkur á þriðjudaginn. Töluverður titringur hefur verið á hlutabréfamarkaði í vikunni vegna stöðu WOW. Hefur gengi krónunnar og hlutabréfa í Icelandair sveiflast í takt við væntingar um niðurstöðu skuldabréfaútboðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×