Innlent

Ógnað með hnífi og rændur á Tryggvagötu

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með máli til rannsóknar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með máli til rannsóknar. Vísir/Vilhelm
Ungum manni var hótað með hnífi af tveimur mönnum á Tryggvagötu seint í gærkvöldi. Mennirnir rændu af honum peningum og síma en tókst að hlaupa á brott. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með máli til rannsóknar.

Þá voru tveir handteknir eftir að tilkynnt var um mikinn hávaða frá samkvæmi í húsi í Mosfellsbæ. Annar mannanna var eftirlýstur fyrir brot á skilorði en hinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á hóteli við Pósthússtræti í nótt. Maðurinn mun hafa verið til ama á hótelinu og neitaði að gefa upp nafn eða kennitölu við lögregluþjóna.

Margir ökumenn voru stöðvaðir af lögregluþjónum í gærkvöldi og í nótt, sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×