Fótbolti

Hörður fór af vegna meiðsla en Arnór ónotaður varamaður í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður í leik með rússneska liðinu.
Hörður í leik með rússneska liðinu. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon spilaði í einungis 25 mínútur er CSKA Moskva vann 3-0 sigur á Ufa á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Hörður Björgvin var í byrjunarliðinu hjá CSKA en var skipt af velli eftir 25. mínútna leik, líklega vegna meiðsla. Arnór Sigurðarson var ónotaður varamaður.

Það kom ekki að sök því tvö mörk Timur Zhamaletdinov og eitt mark frá Fedor Chalov tryggðu CSKA nokkuð öruggan 3-0 sigur.

Eftir sjö leiki er liðið með tólf stig í fjórða sæti deildarinnar, stigi og sæti á eftir öðru Íslendingaliði, FC Krasnodar. 

Krasnodar spilar á morgun við FC Anzhi Makhachkala og getur með hagstæðum úrslitum komist á topp deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×