Fótbolti

Bayern hafði betur gegn nöfnum sínum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robben og Rafinha fagna marki þess fyrr nefnda í dag.
Robben og Rafinha fagna marki þess fyrr nefnda í dag. vísir/getty
Bayern München er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í þýsku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á Bayern Leverkusen í dag.

Það byrjaði ekki vel fyrir Bæjara á Allianz-leikvanginum því á fimmtu mínútu fengu gestirnir víti. Úr vítinu skoraði Wendell og heimamenn lentir undir.

Þá tók ekki nema fimm mínútur að svara fyrir sig en markið skoraði Frakkinn og heimsmeistarinn, Corentin Tolisso. Níu mínútum síðar kom Arjen Robben þeim í 2-1.

Á 80. mínútu skánaði svo ekki ástandið fyrir Leverkusen því Karim Bellarabi fékk að líta beint rautt spjald frá dómara leiksins, Tobias Welz.

Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma var það svo James Rodriugez sem skoraði þriðja og síðasta mark Bæjara í leiknum. Lokatölur 3-1.

Bayern er með níu stig eftir þrjá leiki en Bayern Leverkusen er með núll stig á botni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×