Enski boltinn

Mourinho: Vildi stundum að það væru myndavélar í klefanum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man Utd, var sigurreifur eftir að hafa séð sína menn stöðva sigurgöngu Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Með þessum sigri höldum við okkar á pari við Spurs og Arsenal. Við erum fjórum og sex stigum frá efstu liðunum og ef við hefðum klúðrað þessum leik hefði staða okkar verið verri,“ sagði Mourinho.

Man Utd komst í 0-2 í fyrri hálfleik en Watford vann sig vel til baka inn í leikinn og var nálægt því að jafna undir lokin.

„Þeir eru með gott lið og þeir vita hvernig á að koma stóru liðunum í vandræði.“

„Ég sagði við strákana í hálfleik að þetta yrði svona. Stundum er ég svekktur yfir að við séum ekki með myndavélar inn í klefanum því ég sagði þetta við þá. Annað hvort yrði þetta leikur sem við myndum vinna 4 eða 5-0 eða að við yrðum í virkilegum vandræðum.“



„Við slökuðum á í seinni hálfleiknum, þeir skoruðu og leikurinn var galopinn,“ sagði Mourinho.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×